Rjúpa og stokkönd í uppáhaldi

Deila:

Grétar Schmidt, yfirverkstjóri hjá fiskvinnslunni Íslandssögu á Suðureyri er maður vikunnar á Kvótanum í dag. Hann hefur unnið í fiskinum áratugum saman og byrjaði á vertíð á Suðureyri  fyrir nokkrum áratugum síðan. Uppáhaldsmatur hans er rjúpa og stokkönd.

Nafn:

Grétar Schimdt

Hvaðan ertu?

Fæddur og uppalin í Reykjavík til 17 ára aldurs. Fór á vertíð til Suðureyrar 1964 ,hef verið þar síðan.
Fjölskylduhagir?

Giftur Valgerði Hallbjörnsdóttir og eigum við tvær dætur 42 ára og 35 ára.

Hvar starfar þú núna?

Hef verið Verkstjóri frá 1980. Er yfirverkstjóri hjá Fiskvinnslu Íslandsögu Suðureyri.

Hvenær hófst þú vinnu við sjávarútveg?

1964.

Hvað er það skemmtilegasta við að vinna við íslenskan sjávarútveg?

Marbreytileg vinna

En það erfiðasta?

Man ekki eftir neinu sérstöku

Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur lent í störfum þínum?

Þó starfsævin sé orðin löng, man ég ekki eftir neinu slíku til að nefna.
Hver eftirminnilegasti vinnufélagi þinn?

Vinnufélagarnir eru margir og góðir en ég vil ekki nefna neinn sérstakan.
Hver eru áhugamál þín?

Golf, skotveiði og ferðalög
Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?

Rjúpa og stokkönd

Hvert færir þú í draumfríið?

Karabíska hafið

 

 

Deila: