28.700 tonn af íslenskri síld komin á land

Deila:

Afli íslenskrar síldar nú um áramótin er um 28.700 tonn, en leyfilegur heildarafli eftir sérstakar úthlutanir og færslur frá síðasta fiskveiðiári er tæp 39.400 tonn. Það er minnsti leyfilegur heildarafli á þessum áratug. Fiskveiðiárið 2010/2011 var útgefinn kvóti 40.000 tonn en aflinn varð 43.500 tonn.

Mestur afli af íslenskri síld á þessum áratug varð fiskveiðiárið 2014/2015, um 95.000 tonn. Sýking í síldarstofninum og slök nýliðun síðustu árin hefur leitt minnkandi aflaheimilda.

Nítján skip hafa landað íslenskri síld frá því fiskveiðiárið hófst fyrsta september. Þrjú þeirra skera sig nokkuð úr, en þau eru öll með meira en 3.000 tonn nú. Aflahæsta skipið er Beitir NK með 3.907 tonn. Næst kemur Jóna Eðvalds  SF með 3.474 tonn og þá Hákon EA með 3.428 tonn. Af þessum þremur skipum er Hákon það eina, sem flakar og frystir síldina um borð.

Deila: