AstaLýsi – lýsi og astaxanthin

Deila:

Nýsköpunarfyrirtækin KeyNatura og Margildi hafa hafið formlegt samstarf sín á milli og hafa undirritað samning þess efnis. Fyrirtækin starfa bæði á sviði framleiðslu og sölu á íslenskum hollustuefnum sem eru m.a. astaxanthin og síldarlýsi. Þau hafa þróað saman nýja einstaka blöndu á sviði hollustuvara sem ber heitið AstaLýsi. AstaLýsi er fáanlegt í helstu apótekum og heilsuvörubúðum, s.s. Lyfju, Heilsuhúsinu, Mamma Veit Best og Lyf & Heilsu. Fleiri útsölustaðir eru væntanlegir á næstu misserum.
Frá þessu er greint á heimasíðu Matís, en en Margildi hefur meðal annars átt í samstarfi við stofunina.

KeyNatura

KeyNatura er þróttmikið líftæknifyrirtæki sem sérhæfir sig í ræktun þörunga fyrir fæðubótar- og lyfjamarkaðinn. Fyrirtækið hóf starfsemi sína árið 2014 og framleiðir efnið Astaxanthin, sem er náttúrulegt andoxunarefni framleitt úr þörungum. Fyrirtækið býður neytendum hágæða vörur sem styrkja heilsu og eru þrjár vörur nýkomnar á markað; AstaOrkaAstaOmega og núna AstaLýsi. Astaxanthin er eitt af öflugustu andoxunarefnum náttúrunnar og hefur margvísleg áhrif á líkamann. Astaxanthin er þekkt fyrir jákvæð áhrif á húð, hjarta- og æðakerfi, þrek og endurheimt orku eftir álag.

Margildi

Margildi framleiðir bragðgott síldarlýsi sem fæst t.d. í Hagkaupum, fiskisjoppu Fisherman og Frú Laugu undir merkjum Fisherman en hefur einnig verið selt til Bandaríkjanna og Evrópu. Síldarlýsi Margildis fékk alþjóðleg gæðaverðlaun “The Superior Taste Award” iTQi sl. sumar og er neysla þess talin ánægjuleg upplifun skv. umsögnum neytenda.

Margildi hefur ennfremur í samstarfi við Matís og nokkra íslenska matvælaframleiðendur þróað lausnir til að nýta síldarlýsið sem Omega-3 uppsprettu í matvæli s.s. fiskibollur, ferskt pasta, hnetusmjör, skyr, smjör, hummus, kaldar sósur og ídýfur, smúðinga og brauð. Með þessum hætti verður næringargildi þessara matvæla enn hærra en annars væri.

 

Deila: