350.000 tonna þorskkvóti við Noreg
Norska sjávarútvegsráðuneytið hefur gefið út endanlegan heildarkvóta af þorski, ýsu og ufsa á þessu ári. Er þá búið að taka tillit til yfirfærslna vegna veiðanna á síðasta ári.
Þorskkvótinn verður samtals 349.932 tonn, ýsukvótinn verður 110.186 tonn og af ufsa má nú veiða 162.088 tonn.
Þorskkvótinn á síðasta ári var fullnýttur og í raun dragast frá kvótanum nú 227 tonn vegna veiða umfram útgefnar aflaheimildir. Um síðustu áramót voru óveidd tæplega 15.000 tonn af ýsu og hefur eim heimildum því verið bætt við heildarkvótann nú. Þá bættust rúmlega 5.000 tonn við ufsakvóta þessa árs vegna ónýttra heimilda í fyrra.