Smálúða, humar og hörpuskel með aspas og sítrónusmjörsósu

Deila:

Jæja, gott fólk. Nú er veisla. Uppskrift í boði matreiðslubókar Nýkaupa að hætti Sigga Hall. Hvorki meira né minna en smálúða, humar og hörpuskel, allt í einu. Hvað er hægt að biðja um betra, þegar góða veislu gjöra skal. Við mælum með þessum kvöldverði fyrir rómantíska elskendur á öllum aldri. Deyfa ljósin, kveikja á kertum og fíra upp í arninum ef hann er til. Bryan Ferry í græjunar og kælt hvítvín með matnum. Læsa útihurðinni og ??????

Innihald:

600 g smálúðuflök, tilsnyrt og roðflett
100 g humarhalar, skelflettir og garnhreinsaðir
100 g hörpuskeljafiskur, hreinsaður
400 g nýr grænn aspas
¼ höfuð íssalat, sneitt í fínar ræmur
100 g smjör
safi úr einni sítrónu
1 tsk fersk timjanlauf
salt og hvítur pipar úr kvörn.
1 sítróna í sneiðum

Aðferð:

Skerið smálúðuna í 4 eða 8 jafnstór stykki. Skerið u..b. 3-4 sm neðan af aspasnum og flysjið neðri hlutann. Látið u.þ.b.þ 1 dl af vatni í pott og léttsjóðið í u.þ.b.þ 2 mínútur.
Takið aspasinn upp úr og haldið honum heitum. Látið aspassoðið sjóða áfram og setjið timjanlaufin þar út í. Látið sjóða þar til helmingur er eftir af soðinu. Takið af hitanum og hrærið smjörið út í smátt og smátt, bita fyrir bita, þar til sósan er vel samlöguð. Saltið og piprið að smekk. Látið sítrónusafann út í.
Steikið smálúðuna í smjöri á viðloðunarfrírri pönnu í u.þ.b. 1 mínútu á hvorri hlið. Steikið humarinn og hörpuskelina á sama hátt á sömu pönnu.
Látið íssalatsræmurnar á miðjan disk eða fat. Soðinn aspasinn fer ofan á salatið. Smálúðunni, humrinum og skelfiskinum er raðað í kring um salatið. Látið síðan sítrónusmjörsósuna smekklega yfir og skreytið með sítrónusneiðum og kannski lítilli timjangrein.
Berið fram með hrísgrjónum eða nýjum soðnum kartöflum.
 

Deila: