Gríðarleg vonbrigði

Deila:

„Það veldur gríðarlegum vonbrigðum að í frumvarpinu er ekki gert ráð fyrir leiðréttingu til lítilla og meðalstórra útgerða eins og stjórnvöld höfðu ákveðið í frumvarpi atvinnuveganefndar í júní sl.“

Svo segir í færslu á heimasíðu landssambands smábátaeigenda, þar sem fjallað er um frumvarp til laga um veiðigjald. Þar segir ennfremur:

„Í frumvarpinu er afsláttarprósenta jöfn hvort heldur sé um stórar eða smáar útgerðir að ræða.   Hætt er við að frumvarpið verði það samþykkt óbreytt auki enn á ójöfnuð milli útgerðarflokka.

Landssamband smábátaeigenda mun beita sér að öllu afli fyrir leiðréttingu veiðigjalda sem smábátaeigendur greiddu á sl. fiskveiðiári.  Ennfremur að veiðigjöld sem lögð eru á smábáta verði miðuð við afkomu þeirra en ekki stórútgerðarinnar.“

Ljósmynd Hjörtur Gíslason.

 

Deila: