Aukið aflaverðmæti skipa HB Granda

Deila:

Heildarafli skipa HB Granda var 167 þúsund tonn á árinu 2018, sem er um 15 þúsund tonnum meiri afli en 2017. Aflaverðmæti var 12.599 milljónir kr. og  jókst um 795 milljónir króna frá fyrra ári, eða um 7%.

Uppsjávarskipin Venus og Víkingur voru eðli málsins vegna með mestan afla. Venus með 50.000 tonn og Víkingur 60.800 tonn. Aflaverðmæti hvors skips fyrir sig var um 1,7 milljarður króna. Mestum verðmætum skilað skiluðu frystitogararnir Örfirisey 2,4 milljörðum og Höfrungur III 2,2 milljörðum.

Ísfisktogararnir Helga María og nýju skipin, Engey, Akurey fóru allir yfir einn milljarð í aflaverðmæti, en Engey var með mestan afla þeirra, 7.524 tonn. Viðey var miklu minna á sjó enda ekki komin í fulla útgerð fyrr nokkuð var liðið á árið. Í meðfylgjandi töflu er afli og aflaverðmæti einstakra skipa og útgerðarflokka 2018 í samanburði við árið á undan.
Á myndinni eru Helga María, Akurey og Höfrungur III auk Vigra, sem einnig er í eigu HB Granda.

Ljósmynd Hjörtur Gíslason

 

Deila: