ALVAR Mist ehf. í samstarf við Íslenska sjávarklasann

Deila:
Fyrirtækið ALVAR Mist ehf. og  Íslenski sjávarklasinn hafa undirritað samstarfssamning um að ALVAR gerist meðlimir Íslenska sjávarklasans og er stefnt að aðstoð við  sjávarafurðafyrirtæki á heimsvísu sem hafa metnað til að auka hringrás í sjávarútvegi. Bætt tækni sótthreinsunar fyrir fiskiskip og allar gerðir fiskvinnslu geti haft jákvæð áhrif á sjálfbærni hafsins, líkt og segir í frétt Íslenska sjávarklasans.
„ALVAR hefur verið í stöðugum vexti frá stofnun þess árið 2014 en gaman er að geta þess að fyrirtækið hóf starfsemi sína hér í Húsi sjávarklasans. Nú er það komið á alþjóðamarkað með lausnir sínar. Þokukerfi fyrirtækisins stuðlar að 80- 90% minnkun á notkun vatns og kemískra sótthreinsiefna við sótthreinsun og stuðlar þar með að umhverfisvænni framleiðslu. Við horfum bjartsýnum augum til umhverfisvænni framtíðar með ALVAR Mist ehf.,” segir í frétt um samninginn.

Á meðfylgjandi mynd staðfesta þeir Guðmundur Sigþórsson, framkvæmdastjóri ALVAR Mist ehf. og Þór Sigfússon, stofnandi Íslenska sjávarklasans, samkomulag um samstarf.

Deila: