Dapurt ár fyrir fiskimjölsiðnaðinn

Deila:
Segja verður að árið 2016 hafi verið heldur dapurt fyrir fiskimjölsiðnaðinn. Fiskimjölsverksmiðjurnar þrjár sem Síldarvinnslan á og rekur (Neskaupstaður, Seyðisfjörður, Helguvík) tóku á móti einungis 131.460 tonnum af hráefni á árinu samkvæmt frétt á heimasíðu SVN.
Til samanburðar má geta þess að verksmiðjurnar tóku á móti 259.394 tonnum árið 2015, 161.168 tonnum árið 2014 og 206.074 tonnum árið 2013. Léleg loðnuvertíð er meginástæðan fyrir minna mótteknu hráefni árið 2016 en til dæmis árin 2015 og 2013. Sama gildir um árið 2014 en þá var einnig léleg loðnuvertíð. Hér verða birtar upplýsingar um móttekið hráefni hverrar verksmiðju á árinu 2016 og einnig upplýsingar um framleiðslu þeirra á mjöli og lýsi.
 Móttekið magn hráefnis  Framleitt mjöl  Framleitt lýsi
 Neskaupstaður  91.043 19.020 6.084
 Seyðisfjörður  28.501 6.227 618
 Helguvík 11.916 2..492 1.541
Til samanburðar má geta þess að á árinu 2015 tók verksmiðjan í Neskaupstað á móti 145.911 tonnum af hráefni, verksmiðjan á Seyðisfirði 73.928 tonnum og verksmiðjan í Helguvík 43.656 tonnum.
Deila: